Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Icepharma hf. og Yggdrasils ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 6/2016
  • Dagsetning: 19/2/2016
  • Fyrirtæki:
    • Yggdrasil ehf.
    • Icepharma hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Icepharma hf. og Yggdrasils ehf. Icepharma er sölu- og markaðsfyrirtæki sem selur lyf, hjúkrunarvörur, lækningatæki, heilsutengdar neytendavörur og íþróttavörur. Yggdrasill starfar sem heildsala og sérhæfir sig í að flytja inn, dreifa og kynna lífrænar vörur, þ.e. matvörur, heilsuvörur (fæðubótaefni) og sérvörur (lífrænar snyrtivörur).

    Um er að ræða láréttan samruna þar sem Icepharma kaupir allt hlutafé í Yggdrasil. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/2005.