Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Icelandic Tank Storage ehf. á Birgðastöðinni Miðsandi ehf. og olíubirgðastöðinni að Litla-Sandi

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 17/2016
  • Dagsetning: 28/6/2016
  • Fyrirtæki:
    • Birgðastöðin Miðsandur ehf. og olíubirgðastöðin að Litla-Sandi í Hvalfirði
    • Icelandic Tank Storage ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Icelandic Tank Storage ehf. á Birgðastöðinni Miðsandi ehf. og olíubirgðastöðinni að Litla-Sandi í Hvalfirði. Icelandic Tank Storage ehf. er einkahlutafélag í sameiginlegri eigu Atlantic Tank Storage ehf. og Olíudreifingar ehf. Icelandic Tank Storage ehf. starfrækir olíubirgðastöðvar í Helguvík og á Keflavíkurflugvelli, auk þess að leigja þær tvær olíubirgðastöðvar í  Hvalfirði sem samruni þessi varðar og framleigja áfram til viðskiptavina sinna. Olíubirgðastöðin Miðsandi ehf. er í eigu Atlantic Tank Storage ehf. og á félagið eina olíubirgðastöð í Hvalfirði. Olíubirgðastöðin að Litla-Sandi er í eigu Olíudreifingar ehf. og hefur verið rekin sem veltuberandi rekstrareining hjá félaginu. Með samrunanum flyst eignarhald á birgðastöðvunum tveimur í Hvalfirði yfir til Icelandic Tank Storage ehf.  Með samrunanum öðlast Olíudreifing ehf. og Atlantic Tank Storage ehf. einnig, í gegnum eignarhald sitt á Icelandic Tank Storage ehf., sameiginleg yfirráð yfir birgðastöðvunum tveimur í Hvalfirði. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að ekki er ástæða til að ætla að samruni þessi komi til með að hindra virka samkeppni í skilningi 17. gr. c samkeppnislaga á markaðnum fyrir leigu á plássi til geymslu á ótollafgreiddu eldsneyti til erlendra viðskiptavina sem stunda viðskipti með olíu á alþjóðlegum mörkuðum. Er þá einkum litið til þess að markaðshlutdeild samrunaaðila er slík að samruninn hindrar ekki virka samkeppni á hinum skilgreinda markaði. Að undangenginni rannsókn og virtum fyrirliggjandi gögnum málsins er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/2005.