Ákvarðanir
Kaup Horns III slhf. á hlut í Basko ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 26/2016
- Dagsetning: 20/9/2016
-
Fyrirtæki:
- Horn III slhf.
- Basko ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Matvörur
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Horns III slhf. á 80% hlut í Basko ehf. Basko er eignarhaldsfélag og eru helstu eignir félagsins verslanakeðjurnar 10-11 og Iceland. Jafnframt rekur félagið kaffihús undir vörumerkinu Dunkin‘ Donuts. Starfsemi Horns III felst í fjárfestingum í hlutabréfum og öðrum fjármálagerningum, lánastarfsemi tengdri fjárfestingum og tengdum rekstri. Félagið er framtakssjóður sem stofnaður er af Landsbréfum hf., dótturfélagi Landsbankans hf. Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum markaði þessa máls í kjölfar samrunans. Sett hafa verið skilyrði í málinu sem ætlað er að tryggja samkeppnislegt sjálfsstæði Landsbréfa og Basko gagnvart Landsbankanum. Í skilyrðum er einnig mælt fyrir um tiltekna meðferð upplýsinga gagnvart þeim aðilum sem eiga hluti í fleiri en einu fyrirtæki á markaðnum. Að undangenginn rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.