Ákvarðanir
Kaup Síldarvinnslunnar hf. á hlutum í Runólfi Hallfreðssyni ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 25/2016
- Dagsetning: 20/9/2016
-
Fyrirtæki:
- Síldarvinnslan hf.
- Runólfur Hallfreðsson ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Síldarvinnslunnar hf. (hér eftir Síldarvinnslan) á 37,2% hlut í Runólfi Hallfreðssyni ehf. (hér eftir RH) sem barst með svonefndri styttri samrunatilkynningu sbr. 6. mgr. 17. gr. a samkeppnislaga nr. 44/2005, með síðari breytingum, og reglur nr. 684/2008, um tilkynningu og málsmeðferð í samrunamálum þann 19. ágúst 2016. Síldarvinnslan er útgerðarfélag sem hefur unnið að uppbyggingu fiskveiða á hafsvæðinu í kringum Ísland ásamt því að reka fiskvinnslu. RH er útgerðarfyrirtæki þar sem megináhersla hefur verið lögð á uppsjávarveiðar. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.