Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Arion banka hf., Varðar trygginga hf. og Varðar líftrygginga hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 27/2016
  • Dagsetning: 7/10/2016
  • Fyrirtæki:
    • Arion banki hf.
    • Vörður vátryggingafélag hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjármálaþjónusta
    • Vátryggingastarfsemi
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Arion banka hf. á Verði tryggingum hf. og Verði líftryggingum hf. Stafsemi hinna keyptu félaga felst í veitingu skaðatrygginga annars vegar og líf- og persónutrygginga hins vegar. Arion banki er einn af þremur stærstu viðskiptabönkum landsins og rekur þar að auki ýmsa tengda starfssemi þ. á m. Okkar líftryggingar. Starfsemi samrunaaðila skarast því á sviði líf- og persónutrygginga, hvað þann þátt málsins varðar þá er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna samþjöppunaráhrifa á þeim markaði. Samruni þessi er jafnframt sk. samsteypusamruni þar sem samrunaaðilar hafa með höndum starfsemi á ýmsum sviðum viðskipta, s.s. viðskiptabankaþjónustu og vátryggingarstarfsemi. Samkeppniseftirlitið hefur rannsakað samsteypuáhrif samrunans og leiddi hún í ljós að ekki er tilefni til íhlutunar í vegna þeirra. Byggir það m.a. á því að gildandi lagaumhverfi samrunaaðila setur samkeppnishegðun þeirra skorður, s.s. varðandi sjálfstæði og aðskilnað á milli viðskiptabankareksturs og vátryggingarreksturs samstæðunnar.

     Að undangenginn rannsókn og að öllum gögnum málsins virtum er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki sé tilefni til íhlutunar vegna samrunans. Markaðshlutdeild sameinað félags á líftryggingarmarkaði er talsvert undir þeim mörkum að samrunaaðilar geti talist markaðsráðandi á þeim markaði, þá hefur samruninn ekki í för með sér samþjöppunaráhrif á öðrum mörkuðum. Rannsóknin hefur jafnframt leitt í ljós að samkeppni er ekki að raskast með umtalsverðum hætti af öðrum orsökum, forsendur til íhlutunar á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga eru því ekki fyrir hendi.