Ákvarðanir
Beiðni Auðkennis ehf. um framlengingu undanþágu um rekstur öryggisbúnaðar í bankaþjónustu
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 36/2016
- Dagsetning: 19/12/2016
-
Fyrirtæki:
- Auðkenni ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Fjármálaþjónusta
- Viðskiptabankaþjónusta
-
Málefni:
- Undanþágur
-
Reifun
Auðkenni ehf. óskaði eftir framlengingu á undanþágu sem Samkeppniseftirlitið veitti á grundvelli ákvæðis 15. gr. samkeppnislaga nr. 31/2013 vegna samstarfs banka og sparisjóða vegna kaupa, uppsetningar og rekstrar á svokölluðum Todos öryggisbúnaði í netbankaþjónustu. Með tilliti til aðstæðna féllst Samkeppniseftirlitið á að framlengja undanþáguna til 31. desember 2017. Því er beint til aðila málsins að gæta þess sérstaklega vel að umrætt samstarf taki einungis til nauðsynlegra þátta sem tengjast rekstri á umræddum öryggisbúnaði í því skyni að vinna gegn því að misfarið verði með aðgangsupplýsingar netbankanotenda.