Ákvarðanir
Kaup Skógarsala ehf. á rekstri og eignum Loftorku í Borgarnesi ehf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/2017
- Dagsetning: 17/1/2017
-
Fyrirtæki:
- Skógarsalir ehf.
- Loftorka í Borgarnesi ehf.
- Mókollur ehf.
- Bósi ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Byggingarþjónusta
- Framleiðsla á byggingarefnum
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar samruna sem felur í sér að Skógarsalir ehf. (hér eftir Skógarsalir), kaupi rekstur og eignir Loftorku í Borgarnesi ehf. (hér eftir Loftorka). Loftorka er alhliða framleiðslu- og verktakafyrirtæki á sviði mannvirkjagerðar og sérhæfir sig í forsteyptum einingum úr steinsteypu. Skógarsalir er einkahlutafélag í eigu Steypustöðvarinnar ehf. (hér eftir Steypustöðin), en Steypustöðin starfar við framleiðslu á steinsteypu til notkunar við mannvirkjagerð, auk þess framleiðir félagið og selur m.a. hellur og einingar og rekur múrverslun.
Vegna rannsóknar málsins hefur Samkeppniseftirlitið aflað ýmissa gagna auk þess sem stofnunin hefur nýtt sér gögn úr fyrri rannsóknum á tengdum mörkuðum. Þá hefur Samkeppniseftirlitið átt samtöl við fulltrúa samrunaaðila og aðra aðila sem tengjast þeim mörkuðum sem málið varðar, og er þess getið í ákvörðuninni að því marki sem Samkeppniseftirlitið telur að upplýsingar eða viðhorf þessara aðila skipta máli fyrir niðurstöðu málsins.
Viðræður Samkeppniseftirlitsins við samrunaaðila hafa leitt til þess að þeir hafa gengist undir sátt í málinu á grundvelli 17. gr. f. samkeppnislaga nr. 44/2005 og 22. gr. reglna um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins nr. 880/2005. Sáttin felur í sér að sett eru skilyrði sem ryðja eigi úr veg þeim samkeppnishindrunum sem mögulega leiða af samrunanum.