Ákvarðanir
Samruni Johan Rönning hf. og Efnissölu G.E. Jóhannssonar ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 2/2017
- Dagsetning: 17/1/2017
-
Fyrirtæki:
- Jóhann Rönning hf.
- Efnissala G.E. Jóhannssonar ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Bygginga- og heimilisvörur (heimilistæki, föt, snyrtivörur)
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Johan Rönning hf. og Efnissölu G.E Jóhannssonar ehf. Johan Rönning flytur inn rafvörur og selur þær í heildsölu hér á landi. Fyrirtækið starfrækir einnig eigin smásöluverslun þar sem rafvörur eru boðnar almennum neytendum. Efnissalan sérhæfir sig í innflutningi á efni til miðstöðvar- og neysluvatnslagna.
Um er að ræða samsteypusamruna þar sem Johan Rönning kaupir allar vörubirgðir Efnissölu G.E. Jóhannssonar, lausafé félagsins og aðrar rekstrarvörur, tölvur og birgðakerfi, viðskiptasambönd, rétt til firmanafns seljanda o.fl. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/2005.