Ákvarðanir
Samruni Múlakaffis ehf., Dalsáróss ehf. og Brúneggja ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 4/2017
- Dagsetning: 1/2/2017
-
Fyrirtæki:
- Múlakaffi ehf.
- Dalsáróss ehf.
- Brúnegg ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Matvörur
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Múlakaffis ehf. og Dalsáróss ehf. annars vegar og Brúneggja ehf. hins vegar. Múlakaffi er fyrirtæki sem starfar aðallega við veitingarekstur, lítill rekstur er í Dalsárósi og Brúnegg er fyrirtæki sem starfar við eggjaframleiðslu. Með samruna þessum taka Múlakaffi og Dalsárós yfir rekstur Brúneggja.
Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans.