Ákvarðanir
Kaup Pressunnar ehf. á Birtingi útgáfufélagi ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 5/2017
- Dagsetning: 6/2/2017
-
Fyrirtæki:
- Birtingur útgáfufélag ehf.
- Pressan ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
- Prentmiðlar
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Pressunnar ehf. og Birtings útgáfufélags ehf. Um er að ræða samruna sem fellur undir bæði samrunaákvæði samkeppnislaga nr. 44/2005 og 62. gr. b fjölmiðlalaga nr. 38/2011. Pressan starfar aðallega á mörkuðum fyrir vefmiðla/fréttamiðlun á netinu og sölu auglýsinga á vefmiðlum annars vegar og fyrir útgáfu dagblaða og sölu auglýsinga í dagblöðum hins vegar. Birtingur starfar á markaði fyrir útgáfu tímarita og sölu auglýsinga í tímaritum.
Um er að ræða samsteypusamruna þar sem Pressan kaupir allt hlutafé í Birtingi. Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins og leiði ekki til myndunar eða styrkingar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir samruninn ekki til þess að samkeppni, fjölræði eða fjölbreytni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga nr. 44/2005