Ákvarðanir
Kaup Sands ehf. á ISS á Íslandi ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 14/2017
- Dagsetning: 6/4/2017
-
Fyrirtæki:
- Sandur ehf.
- ISS á íslandi ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Ýmsar rekstrarvörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar kaup Sands á ISS á Íslandi ehf. Sandur er fjárfestingafélag í einkaeigu en ISS býður m.a. uppá alhliða ræstingaþjónustu og hvers konar þjónustu sem tengist slíkum viðskiptum víðs vegar um landið. Samrunaaðilar eru því í ótengdri starfsemi og leiðir hann því ekki til aukningar á samþjöppun á nokkrum markaði, telst samruninn því vera sk. samsteypusamruni.
Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.