Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Akraborgar ehf. á hluta af rekstri og eignum Ægis sjávarfangs hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 17/2017
  • Dagsetning: 8/5/2017
  • Fyrirtæki:
    • Akraborg ehf.
    • Ægir sjávarfang ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Akraborgar ehf. og rekstrar Ægis sjávarfangs hf. í Ólafsvík. Akraborg og Ægir sjávarfang eru láréttir samkeppnisaðilar og starfa bæði fyrirtækin við það sama, þ.e. að kaupa þorsklifur, sjóða hana niður og selja, aðallega erlendis, til manneldis. Með samruna þessum tekur Akraborg yfir rekstur Ægis sjávarfangs í Ólafsvík, en eftir stendur rekstur Ægis sjávarfangs í Grindavík. 

    Ljóst er af gögnum málsins að samrunaaðilar fara með stóran hluta markaðarins sem um ræðir. Með hliðsjón af því að skilyrði fyrir því að beita undantekningarreglunni um fyrirtæki á fallanda fæti eru uppfyllt í málinu eru þó ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans.

Tengt efni