Ákvarðanir
Samruni UK fjárfestinga ehf., Kraftvéla ehf., Kraftvélaleigunnar ehf. og BH eignarhaldsfélags ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 18/2017
- Dagsetning: 18/5/2017
-
Fyrirtæki:
- UK fjárfestingar ehf.
- Kraftvélar ehf.
- Kraftvélaleigan ehf.
- BH Eignarhaldsfélag ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Vélar og tæki
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna UK fjárfestinga ehf., Kraftvéla ehf., Kraftvélaleigunnar ehf. og BH eignarhaldsfélags ehf. UK fjárfestingar er fjárfestingafélag sem á allt hlutafé í sex einkahlutafélögum, en þrjú þeirra eiga dótturfélög. Félögin tengjast helst sölu og leigu á bifreiðum sem og sölu á íhlutum í bifreiðar. Kraftvélar starfa við innflutning og sölu vinnuvéla og varahluta og Kraftvélaleigan sinnir útleigu á vinnuvélum. BH eignarhaldsfélag er félag sem sinnir kaupum, sölu og eignarhaldi verðbréfa, fasteigna og lausafjár auk útlánastarfsemi. Með samruna þessum öðlast UK fjárfestingar yfirráð yfir Kraftvélum, Kraftvélaleigunni og BH eignarhaldsfélagi.
Af gögnum málsins má ekki ráða að samruninn komi til með að hindra virka samkeppni og af þeim sökum var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að aðhafast ekki vegna samrunans.