Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Haga hf. og Lyfju hf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 28/2017
  • Dagsetning: 18/7/2017
  • Fyrirtæki:
    • Hagar hf.
    • Lyfja hf
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Haga hf. á öllu hlutafé í Lyfju hf.

    Það er niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að með kaupum sínum á Lyfju hefðu Hagar styrkt markaðsráðandi stöðu sína á dagvörumarkaði og skaðleg samþjöppun hefði orðið á þeim mörkuðum sem Hagar og Lyfja starfa bæði á, ekki síst á hreinlætis- og snyrtivörumarkaði. Samruninn hefði leitt til þess að á þeim markaði hefði horfið samkeppni sem nú er á milli Haga og Lyfju. Breytingarnar hefðu verið til þess fallnar að skaða samkeppni, almenningi og atvinnulífi til tjóns. Því var óhjákvæmilegt að ógilda samrunann. Sjá frétt.

Tengt efni

Fréttir og tilkynningar