Ákvarðanir
Samruni Lyfja og heilsu hf. (Vetro ehf.) og Glerverksmiðjunnar Samverks ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 35/2017
- Dagsetning: 16/10/2017
-
Fyrirtæki:
- Lyf og heilsa hf.
- Vetro ehf.
- Glerverksmiðjan Samverk ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
- Ýmsar neytendavörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar (sérverslun)
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Lyfja og heilsu hf. og Glerverksmiðjunnar Samverks ehf. Nánar tiltekið felur samruninn í sér kaup Vetro ehf., dótturfélags Lyfja og heilsu, á 90,88% hlutafjár í Glerverksmiðjunni Samverki ehf. Tilkynning barst með bréfi dags. 18. september 2017 en með bréfinu fylgdi svokölluð styttri samrunaskrá. Samrunaaðilar starfa á ótengdum mörkuðum og sterkir keppinautar starfa á mörkuðum þessa máls. Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til að hafast frekar að í máli þessu.