Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni TF II slhf. og Hreinsitækni ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 41/2017
  • Dagsetning: 29/11/2017
  • Fyrirtæki:
    • Íslensk verðbréf hf.
    • TF II slhf.
    • Hreinsitækni hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Umhverfismál
    • Önnur umhverfismál (frárennsli ofl.)
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna TF II slhf. og Hreinsitækni ehf. TF II er framtakssjóður í rekstri Íslenskra verðbréfa hf. Hreinsitækni er iðnaðarfyrirtæki sem starfar á ýmsum mörkuðum en í samrunaskrá kemur fram að helstu markaðir sem fyrirtækið starfi á séu: markaður fyrir þjónustu við frárennsliskerfi, markaður fyrir hreinsun gatna og gönguleiða, markaður fyrir flutning á úrgangsolíu og markaður fyrir viðgerðir og fóðrun lagna. Íslensk verðbréf koma ekki að starfsemi á þeim mörkuðum sem Hreinsitækni starfar á og því er hér um sk. samsteypusamruna að ræða.  

    Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að engin samþjöppun á sér stað á skilgreindum mörkuðum málsins í kjölfar samrunans. Hins vegar leiddi rannsóknin í ljós að tilteknir hluthafar Hreinsitækni eiga jafnframt eignarhlut í keppinauti þeirra, Gámaþjónustunni. Af þeim orsökum hafa samrunaaðilar gengist undir skilyrði sem ætlað er að taka á þeim samkeppnisbrestum sem skapast vegna þessarar aðstöðu. Að undangenginni rannsókn Samkeppniseftirlitsins er það niðurstaðan að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.