Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Sjávargrundar ehf. á öllu hlutafé í Tandri hf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 2/2018
  • Dagsetning: 17/1/2018
  • Fyrirtæki:
    • Sjávargrund ehf.
    • Tandur ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Ýmsar rekstrarvörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar kaup Sjávargrundar ehf. á öllu hlutafé í Tandri hf. Starfsemi Tandurs felst í innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu á hreinlætisvörum til fyrirtækja og stofnana um land allt. Samrunaaðilar starfa á ótengdum mörkuðum og eykur því hvorugur samrunaaðila við markaðshlutdeild sína né styrkir hana í kjölfar samrunans. Samkeppniseftirlitið telur að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.