Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Opinna kerfa hf., Sýn hf., Korputorgs ehf., Reiknistofu bankanna hf. og RKF ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 23/2018
  • Dagsetning: 23/7/2018
  • Fyrirtæki:
    • Opin kerfi ehf. Titan upplýsingatækni ehf.
    • Reiknistofa bankanna
    • Sýn
    • Korputorg ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar samruna Opinna kerfa hf., Sýnar hf., Korputorgs ehf., Reiknistofu bankanna hf. og RKF ehf. Opin kerfi er fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Sýn starfar fyrst og fremst á sviði fjarskipta og fjölmiðlunar. Korputorg er fasteignafélag sem starfar á markaði með útleigu atvinnuhúsnæðis til ótengdra aðila. Reiknistofa bankanna sinnir þróun, viðhaldi og rekstri fjölbreyttra hugbúnaðarlausna fyrir fjármálafyrirtæki. Tilgangur RKF, samkvæmt samþykktum þess, er rekstur gagnavers, raforkukaup, kaup, sala, rekstur, eignarhald og leiga fasteigna og hvers kyns lausafjár; eignarhald, kaup og viðskipti með fjármálagerninga og hvers kyns önnur fjárhagsleg verðmæti, lánastarfsemi og skyldur rekstur. RKF mun uppfylla meginskilyrði til að teljast gagnaver í flokki Tier III.  Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni á mörkuðum málsins. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna þessa samruna á grundvelli 17. gr. c. laga nr. 44/2005.