Ákvarðanir
Kaup Regins hf. á FAST-2 ehf. og HTO ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 24/2018
- Dagsetning: 10/4/2019
-
Fyrirtæki:
- HTO ehf.
- Reginn hf.
- FAST-2 ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Byggingarþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Regins hf. á öllu hlutafé í fasteignafélögunum HTO ehf. og FAST-2 ehf. Félögin voru bæði í eigu FAST-1 slfh. Samruninn felur í sér kaup Regins á 100% hlutafjár í HTO og FAST-2. Ráðgert er að hin keyptu félög verði rekin sem aðskilin einkahlutafélög og Reginn verður áfram skráð í Nasdaq OMX kauphöllina á Íslandi.Kaup Regins hf. á öllu hlutafé í FAST-2 ehf. og HTO ehf. fela í sér samruna í skilningi samkeppnislaga.
Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.