Ákvarðanir
Kaup SID ehf. á öllu hlutafé Lyfju hf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/2019
- Dagsetning: 1/2/2019
-
Fyrirtæki:
- Lyfja hf
- SID ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup SID ehf. á öllu hlutafé Lyfju hf. Hluthafar í SID eru þrír, SÍA III slhf., framtakssjóður á vegum Stefnis hf. dótturfélags Arion banka hf., Kaskur ehf. og Þarabakki ehf. Samhliða fjárfestingunni hafa hluthafar SID gert með sér hluthafasamkomulag. SÍA III er samlagshlutafélag og eru hluthafar félagsins að mestu fagfjárfestar, þá aðallega lífeyrissjóðir. Á grundvelli rekstrarsamnings SÍA III við Stefni hefur fyrirtækið víðtæka aðkomu að sjóðnum og hníga sterk rök til þess að Stefnir fari með yfirráð yfir sjóðnum í skilningi samkeppnislaga. Stefnir er dótturfélag Arion banka og er fyrirtækið stærsta sjóðastýringafyrirtæki landsins með um 350 ma. króna í virkri stýringu
Það er mat Samkeppniseftirlitsins að nauðsynlegt sé að setja samrunanum skilyrði. Skilyrðunum er ætlað að tryggja sjálfstæði SID, Lyfju og dótturfélaga sem keppinauta á markaði gagnvart Arion banka. Þá er jafnframt kveðið á um tiltekna meðferð á trúnaðarupplýsingum gagnvart þeim aðilum sem kunna að eiga hluti í öðrum fyrirtækjum sem starfa á tengdum samkeppnismörkuðum og viðskipti Lyfju við tengda aðila.