Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Eldeyjar TLH hf. á 51% eignarhlut í Sportköfunarskóla Íslands ehf. (Dive.is)

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 3/2019
  • Dagsetning: 18/2/2019
  • Fyrirtæki:
    • Eldey TLH hf.
    • Sportköfunarskóli Íslands ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Eldeyjar TLH hf. á 51% eignarhlut í Sportköfunarskóla Íslands ehf. (Dive.is). Dive.is er rekstraraðili í afþreyingarþjónustu sem sérhæfir sig í sportköfun, bæði yfirborðsköfun og djúpköfun auk þess að bjóða upp á ferðir og akstur til og frá köfunarstöðum. Eldey sinnir fjárfestingum í afþreyingargeira ferðaþjónustunnar og er í eigu fimm lífeyrissjóða, Íslandsbanka hf., Íslenskrar fjárfestingar ehf., auk fjárfesta á vegum einkabankaþjónustu Íslandsbanka. Í máli þessu verður ekki til markaðsráðandi staða og slík staða styrkist ekki, en sett hafa verið skilyrði í málinu sem ætlað er að tryggja samkeppnislegt sjálfstæði framangreindra félaga gagnvart Íslandsbanka. Skilyrðin eru sett í sátt við samrunaaðila og í þeim er einnig mælt fyrir um tiltekna meðferð upplýsinga gagnvart þeim aðilum sem eiga hluti í fleiri en einu fyrirtæki á markaði. Að undangenginni rannsókn Samkeppniseftirlitsins er það niðurstaðan að umrædd skilyrði leysi þá samkeppnisbresti sem ella hefðu stafað af samrunanum.