Ákvarðanir
Samruni Nýju Kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitárs ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 7/2019
- Dagsetning: 29/3/2019
-
Fyrirtæki:
- Nýja Kaffibrennslan ehf
- Kaffitár ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Matvörur
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Nýju Kaffibrennslunnar ehf. og Kaffitár ehf. Nýja Kaffibrennslan er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki sem seljur framleiðslu sína til OJK, sem aftur sér um sölu og dreifingu, bæði á dagvörumarkað og stóreldhúsamarkað. Stærstur hluti sölu Nýju Kaffibrennslunnar á dagvörumarkaði er í ódýrari kaffitegundum og miðlungsverðum. Á fyrirtækjamarkaði sé Nýja Kaffibrennslan aftur með brúsavélar í útleigu. Nýja Kaffibrennslan á hvorki dóttur- né hlutdeildarfélög. Félagið er þó dótturfélag eignarhaldsfélagsins Esjuberg hf. og önnur dótturfélög þess félags eru O. Johnson & Kaaber ehf. (hér eftir OJK), Sælkeradreifing ehf. og Búbót ehf. Starfsemi Kaffitárs er rekstur kaffibrennslu, heildsöludreifing á kaffi og ýmsum tengdum vörum, kaffivélaþjónustu við fyrirtæki, ásamt rekstri kaffihúsa. Kaffitár hafi haslað sér völl á markaði fyrir útleigu dýrari kaffivéla til fyrirtækja og á markað betri veitingahúsa og stórfyrirtækja. Kaffitár á tvö dótturfélög, Kruðeri ehf. og Út í bláinn ehf. Síðara félagið verður þó ekki hluti af eignum Kaffitárs við samrunann.
Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði ekki til myndunar markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.