Ákvarðanir
Samruni Fastus ehf. og HealthCo ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 18/2019
- Dagsetning: 23/5/2019
-
Fyrirtæki:
- Fastus ehf.
- HealthCo ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Lyf, stoðtæki (t.d. gleraugu) og tengdar vörur
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Fastus ehf. (Fastus) á öllum eignarhlutum í HealthCo ehf. (HealthCo). Samruninn var tilkynntur með svokallaðri lengri samrunaskrá þann 28. febrúar 2019. Fastus er þjónustufyrirtæki sem stofnað var árið 2006 og sér fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði, og í rekstri tengdum matvælum og iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum. HealthCo er þjónustufyrirtæki, stofnað 2008 sem hefur sérhæft sig í sölu á vörum og þjónustu tengdum þeim á heilbrigðissviði. Félagið er umboðsaðili fyrir leiðandi framleiðendur lækningatækja. Þann 28. febrúar 2019 tilkynnti Samkeppniseftirlitið samrunaaðilum að stofnunin teldi ástæðu til frekari rannsóknar á samkeppnislegum áhrifum samrunans, sbr. 1. mgr. 17. gr. d. samkeppnislaga nr. 44/2005, með síðari breytingum. Eftir rannsókn á samrunanum var það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki væru fyrir hendi forsendur til að aðhafast frekar vegna samrunans á grundvelli 17. gr. samkeppnislaga.