Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Niðurfelling efnisskilyrða ákvörðunar nr. 33/2012 – lóðrétt samráð vegna metangass.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 22/2019
  • Dagsetning: 8/7/2019
  • Fyrirtæki:
    • Orkuveita Reykjavíkur
    • Sorpa bs.
    • Metan hf.
    • Festi hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Olíuvörur og gas
  • Málefni:
    • Ólögmætt samráð
  • Reifun

    Með ákvörðun nr. 33/2012 og sáttum í aðdraganda hennar var bundinn endi á lóðrétt samráð N1 hf. (í dag Festi hf.), Sorpu bs., Metan ehf. og Orkuveitu Reykjavíkur vegna framleiðslu, dreifingu og smásölu á metangasi. Með ákvörðuninni féllust fyrirtækin á að greiða sektir vegna brots á 10. gr. samkeppnislaga auk þess sem tiltekin efnisskilyrði voru sett vegna starfsemi Sorpu og Metan og Orkuveitunnar á þessu sviði.

     

    Með ákvörðun þessari eru skilyrði ákvörðunar nr. 33/2012 endurupptekin. Það er mat Samkeppniseftirlitsins að aðstæður hvað varðar framleiðslu og sölu á metangasi séu breyttar frá þeim tíma sem ákvörðunin var tekin auk þess sem hið lóðrétta samráð hefur verið brotið upp. Að mati eftirlitsins er ekki ástæða til þess að viðhalda þeim efnisskilyrðum sem sett voru með ákvörðuninni. Eftir sem áður verða fyrirtækin bundin af almennum reglum samkeppnislaga, þ. á m. ákvæði 10. gr. sem bannar ólögmætt samráð og 11. gr. laganna sem bannar misnotkun á markaðsráðandi stöðu.