Ákvarðanir
Kaup Zinkstöðvarinnar ehf. á Stekki ehf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 34/2019
- Dagsetning: 25/10/2019
-
Fyrirtæki:
- Zinkstöðin ehf.
- Stekkur ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Zinkstöðvarinnar ehf. á Stekki ehf. Fram kemur í samrunaskrá að samkvæmt samþykktum Zinkstöðvarinnar sé tilgangur félagsins málmiðnaðarstarfsemi, málmhúðun, heildsala og smásala með málmiðnaðarvörur og skyld starfsemi, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Zinkstöðin sé dótturfélag Ferro Zink hf., sem hafi með höndum smíði, sinkhúðun, sölu og innflutning á stáli og rekstur skrifstofu fyrir starfsemi félagsins.
Þá segir í samrunaskrá að samkvæmt samþykktum Stekks sé tilgangur félagsins hvers konar iðnrekstur með áherslu á yfirborðsmeðferð á málmum, einnig verslunarstarfsemi svo og rekstur fasteigna, lánastarfsemi og skyldur rekstur. Stekkur sé í eigu VHE ehf., sem hafi m.a. með höndum þjónustu við heildarlausnir á sviði véla- og vélasamstæðna, véla- og rafhönnun, smíði og uppsetningu og viðhaldsþjónustu á því sviði. Samrunaaðilar hafa í máli þessu haldið því fram að heimila bæri samrunann á grundvelli sjónarmiða um fyrirtæki á fallandi fæti.
Með hliðsjón af öllu framangreindu er það mat Samkeppniseftirlitsins að samkeppni myndi raskast a.m.k. álíka mikið ef samruninn sem hér um ræðir yrði ógiltur og ef Samkeppniseftirlitið heimilaði hann án íhlutunar. Er það því niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að sjónarmið um fyrirtæki á fallanda fæti eigi við og að óhjákvæmilegt sé að heimila samrunann á þeim grundvelli.