Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Orkla ASA á eignarhlut í Nóa Síríusi hf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 37/2019
  • Dagsetning: 14/11/2019
  • Fyrirtæki:
    • Nói-Síríus hf
    • Orkla ASA
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið tók til rannsóknar kaup Orkla ASA á 20% eignarhlut í Nóa Síríusi hf. Með kaupunum og tengdum gerningum öðlast Orkla yfirráð yfir Nóa Síríusi í skilningi samkeppnislaga. Fyrirtækin starfa aðeins að hluta til á sama sviði, þ.e. annars vegar á markaðnum fyrir heildsölu á sælgæti og hins vegar markaðnum fyrir heildsölu á snakki. Að mati Samkeppniseftirlitsins gaf rannsókn málsins ekki til kynna að tilefni væri til íhlutunar vegna viðskiptanna.