Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Sýnar hf. á Endor ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 41/2019
  • Dagsetning: 25/11/2019
  • Fyrirtæki:
    • Sýn hf.
    • Endor ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Sýnar hf. á Endor ehf. Fram kemur í samrunaskrá að Sýn bjóði einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og opinberum aðilum alhliða fjarskipta- og fjölmiðlaþjónustu undir vörumerkinu Vodafone, Stöð 2 og öðrum vörumerkjum á sviði fjölmiðlunar. Þá segir í samrunaskrá að Endor starfi á innlendum og alþjóðlegum upplýsingatæknimarkaði.

    Félagið veiti ráðgjöf og þjónustu í tengslum við rekstur upplýsingakerfa. Í þessu máli er um að ræða samruna fyrirtækja sem starfa að mjög litlu leyti á sömu eða tengdum mörkuðum. Að mati Samkeppniseftirlitsins gefur rannsókn málsins ekki til kynna að markaðsráðandi staða muni myndast eða styrkjast vegna samrunans. Þá eru ekki vísbendingar um að samkeppni muni raskast að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Af þeim sökum er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til þess að aðhafast vegna þessa samruna.

Tengt efni