Ákvarðanir
Samruni Nordic Visitor hf. og Terra Nova Sól ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 6/2020
- Dagsetning: 25/2/2020
-
Fyrirtæki:
- Nordic Visitor hf.
- Terra Nova Sól ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Samgöngur og ferðamál
- Ferðaþjónusta
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Nordic Visitor hf. á hlutafé í Terra Nova Sól ehf. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að sá markaður sem mál þetta varðar sé einkum markaðurinn fyrir ferðaskrifstofur í heildsölu og smásölu og er landfræðilegur markaður málsins Ísland.
Með vísan til umfjöllunar í ákvörðun er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að viðkomandi samruni leiði ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist eða að samruninn leiði til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c. samkeppnislaga.