Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Olíuverzlunar Íslands ehf. og Mjöll-Frigg ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 17/2020
  • Dagsetning: 31/3/2020
  • Fyrirtæki:
    • Mjöll-Frigg ehf.
    • Olíuverzlun Íslands ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Ýmsar rekstrarvörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Olíuverzlunar Íslands ehf. á hlutafé í Mjöll-Frigg ehf. Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að sá markaður sem mál þetta varðar sé einkum markaðurinn fyrir innflutning, framleiðslu og sölu á hreinlætisvörum. Með vísan til umfjöllunar í ákvörðun er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að viðkomandi samruni óbreyttur raski virkri samkeppni. Því sé nauðsynlegt að grípa til íhlutunar sem að lögum getur falið í sér ógildingu hans eða setningu skilyrða. Með heimild í 17. gr. c. samkeppnislaga setur Samkeppniseftirlitið samrunanum skilyrði, sbr. sátt eftirlitsins og samrunaaðila, dags. 16. nóvember 2018. Með sáttinni skuldbundu samrunaaðilar sig til að fara að skilyrðum sem miða að því vernda virka samkeppni á þeim mörkuðum sem samruninn hefur áhrif á.