Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Torgs ehf. og Frjálsrar fjölmiðlunar ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 23/2020
  • Dagsetning: 14/5/2020
  • Fyrirtæki:
    • Torg ehf.
    • Frjáls fjölmiðlun ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Prentmiðlar
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Samkeppniseftirlitið hefur haft til umfjöllunar kaup Torgs ehf. á Frjálsri fjölmiðlun ehf. Torg ehf. er útgáfufélag Fréttablaðsins og rekur m.a. vefinn frettabladid.is. Frjáls fjölmiðlun ehf. er útgáfufélag DV og rekur m.a. vefinn dv.is.

    Samkeppniseftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að markaðir sem mál þetta varðar séu einkum markaður fyrir útgáfu vefmiðla, markaður fyrir útgáfu dagblaða og markaður fyrir sölu auglýsinga í fjölmiðlum á Íslandi. Með vísan til umfjöllunar í ákvörðun er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að viðkomandi samruni leiði ekki til þess að við samrunann myndist eða styrkist markaðsráðandi staða, eða samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c. samkeppnislaga.

    Þá er það mat Samkeppniseftirlitsins, m.a. með hliðsjón af umsögnum fjölmiðlanefndar, að samruninn hefur ekki skaðleg áhrif á fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlun, sbr. 8. mgr. 62. gr. b. fjölmiðlalaga. Að mati Samkeppniseftirlitsins eru áhrif samrunans á viðkomandi markað ekki slík að þau réttlæti íhlutun vegna hans.