Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Meint brot Póstmiðstöðvarinnar ehf. á skilyrðum ákvörðunar nr. 2/2019

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 24/2020
  • Dagsetning: 20/5/2020
  • Fyrirtæki:
    • Birtingur útgáfufélag ehf.
    • Póstmiðstöðin ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
    • Prentmiðlar
  • Málefni:
    • Annað
  • Reifun

    Með bréfi, dags. 6. janúar 2020, barst Samkeppniseftirlitinu erindi frá Birtingi útgáfufélagi ehf. (hér eftir „Birtingur“). Í erindinu kom fram að það væri mat Birtings að Póstmiðstöðin ehf. (hér eftir „Póstmiðstöðin“) hefði með tiltekinni háttsemi farið gegn skilyrðum í sátt Póstmiðstöðvarinnar við Samkeppniseftirlitið, sbr. ákvörðun nr. 2/2019 Kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni ehf.

    Að virtum skýringum Póstmiðstöðvarinnar á umræddri hækkun á gjaldskrá og með hliðsjón af framkomnum sjónarmiðum og þeim skilyrðum sem hvíla á Póstmiðstöðinni, er það niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að ekki séu fram komnar vísbendingar sem réttlæti frekari rannsókn á því hvort 11. gr. samkeppnislaga eða skilyrði ákvörðunar nr. 2/2019 hafi verið brotin. Af sömu ástæðum telur eftirlitið ekki, að svo stöddu, tilefni til að skipa óháðan matsmann samkvæmt 8. gr. ákvörðunarorða í ákvörðun nr. 8/2019. Telur Samkeppniseftirlitið þó að ástæða sé til að fylgjast vel með háttsemi fyrirtækja á mörkuðum fyrir dreifingu dagblaða, tímarita og fjölpósts. Í því sambandi er því beint til þeirra sem háðir eru þessari þjónustu að beina ábendingum til Samkeppniseftirlitsins þegar ástæða er til.