Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Undanþága vegna áhrifa COVID-19 til fyrirtækja sem sinna áætlunarferðum til og frá Keflavíkurflugvelli

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 26/2020
  • Dagsetning: 3/6/2020
  • Fyrirtæki:
    • Kynnisferðir hf.
    • Airport Direct ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Landflutningar
  • Málefni:
    • Undanþágur
  • Reifun

    Í ákvörðun þessari er Kynnisferðum og Airport Direct veitt undanþága til samstarfs sem miðar að tímabundinni samnýtingu á bifreiðaflota fyrirtækjanna á áætlunarleiðinni á milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og höfuðborgarsvæðisins. Er undanþágunni ætlað að gera fyrirtækjunum kleift að bregðast við því fordæmalausa ástandi sem stafar af heimsfaraldri af völdum COVID-19 en líkt og m.a. kemur fram í ákvörðuninni er flutningur flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli afar mikilvægur þáttur í samgöngum til og frá landinu og hefur þar af leiðandi þýðingu í enduruppbyggingu ferðaþjónustu hér á landi þegar núverandi ástand af völdum COVID-19 er yfirstaðið.