Ákvarðanir
Samruni Johan Rönning ehf. og Varma og vélaverks ehf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 4/2021
- Dagsetning: 26/2/2021
-
Fyrirtæki:
- Varmi og vélaverk hf.
- Johan Rönning ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Iðnaðarframleiðsla, ekki tilgreind annars staðar
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Ber þar helst að nefna innflutning og dreifingu á raflagnaefni, rafvörum og skyldum vörum. Þá starfar Johan Rönning einnig við innflutning á efni til miðstöðvar- og neysluvatnslagna. Hvað varðar starfsemi Varma og vélaverks segir í samrunaskrá að það selji tækjalausnir og tækjabúnað til fyrirtækja og sveitarfélaga. Um sé að ræða ýmis konar vélabúnað, drifbúnað og búnað til að flytja vökva og annað fljótandi hráefni, þrýstiloft og einnig varmaorku.
Að undangenginni rannsókn og með hliðsjón af gögnum málsins er það mat Samkeppniseftirlitsins að samruninn hindri ekki virka samkeppni og leiði þar af ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu. Þá leiðir hann ekki til þess að samkeppni á markaði raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Því eru ekki forsendur til að aðhafast vegna samrunans á grundvelli 17. gr. c. samkeppnislaga nr. 44/2005.