Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni TFII slhf., Hringrásar ehf. og HP gáma ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 15/2021
  • Dagsetning: 11/5/2021
  • Fyrirtæki:
    • Hringrás hf
    • TF II slhf.
    • HP gámar ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Fjárfestingabankastarfsemi
    • Gámaþjónusta
    • Endurvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með samrunanum nær fjárfestingasjóðurinn TFII slhf., í stýringu Íslenskra verðbréfa, yfirráðum í HP gámum ehf. og Hringrás ehf. Áhrif samrunans gætir a.m.k. á mörkuðum fyrir söfnun endurvinnsluefna annars vegar og fyrir meðhöndun úrgangs hins vegar, þar sem fyrirtækin eru starfandi. Fyrir samrunann var TFII slhf. jafnframt eigandi Hreinsitæknis ehf. Þá eru hluthafar í TFII slhf. stofnanafjárfestar og lífeyrissjóðir, sem jafnframt eiga hlut í öðrum sérhæfðum framtakssjóð sem er eigandi meirihluta hlutafjár í Terra umhverfisþjónustu hf. sem er keppinautur samrunaaðila. Vegna þessara eignatengsla keppinautam, sem leiðir af samrunanum og hlutafjáreignar minnihluthafa í TFII og ótengdum framtakssjóð, taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að setja samrunanum skilyrði til að tryggja sjálfstæði HP gáma ehf. og Hringrásar ehf. á samkeppnismörkuðum. TFII slhf. undirritaði sátt við Samkeppniseftirlitið vegna þessa þann 23. apríl sl. Þá telur Samkeppniseftirlitið ekki tilefni til frekari íhlutunar að öðru leyti vegna samrunans, enda takmörkuð samkeppnisréttarleg skörun í starfsemi samrunaaðila.