Ákvarðanir
Kaup TT3 ehf. á öllu hlutafé SRX ehf. og Ormsson ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 31/2021
- Dagsetning: 30/7/2021
-
Fyrirtæki:
- TT3 ehf.
- SRX ehf.
- Ormsson ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Ýmsar neytendavörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar (sérverslun)
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið tók til rannsóknar kaup TT3 ehf. á öllu hlutafé SRX ehf. (hér eftir „SRX“) og Ormsson ehf. (hér eftir „Ormsson“). SRX er alþjóðlegt vörumiðlunarfyrirtæki sem sinnir heildsölu á rafvörum, aðallega farsímum og rafmagnshlaupahjólum. Meginstarfsemi Ormsson er innflutningur og sala á heimilistækjum, sjónvörpum og hljómtækjum til neytenda. Fyrirtækin starfa aðeins að hluta til á sama sviði, þ.e. markaði fyrir smásölu á litlum heimilistækjum og á markaði fyrir smásölu á brúnvöru. Lóðrétt skörun á starfsemi aðila á þessum markaði varðar aðeins heyrnartól. Að mati samkeppniseftirlitsins gaf rannsókn málsins ekki til kynna að tilefni væri til íhlutunar vegna viðskiptanna.