Ákvarðanir
Samruni ÍSAM ehf., Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 36/2021
- Dagsetning: 23/9/2021
-
Fyrirtæki:
- ÍSAM ehf.
- Ó. Johnson & Kaaber ehf.
- Sælkeradreifing ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Matvörur
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið birti ákvörðun í rannsókn á samruna ÍSAM ehf., Ó. Johnson & Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf., en rannsókninni lauk með sátt milli samrunaaðila og Samkeppniseftirlitsins. Með sáttinni skuldbinda samrunaaðilar sig til þess að grípa til aðgerða sem miða að því að eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til.
Annars vegar skuldbinda samrunaaðilar sig til þess að tryggja rekstrarlegan aðskilnað milli sameinaðs fyrirtækis og tengds reksturs eigenda félaganna, einkum Myllunnar. Heildsölurekstur samstæðunnar mun fara fram í nýju félagi um svokallað sameiginlegt verkefni (e. Joint venture) sem aðskilið verður annarri starfsemi.
Hins vegar skuldbinda samrunaaðilar sig til þess að grípa til sértækari aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum samruna á samkeppni á sviði þar sem sameinað fyrirtæki hefði að öðrum kosti haft mjög sterka stöðu.