Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni FISK-Seafood ehf. og Steinunnar hf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 35/2021
  • Dagsetning: 23/9/2021
  • Fyrirtæki:
    • FISK-Seafood ehf.
    • Kiddi Dóri ehf.
    • Steinunn hf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til kaupa Kidda Dóra ehf., dótturfélags FISK-Seafood ehf., á 60% hlutafjár í Steinunni hf. FISK-Seafood, móðurfélag Kidda Dóra, sem er eitt af stærri sjávarútvegsfyrirtækjum á Íslandi og gerir út alls fimm fiskveiðiskip. Steinunn er útgerðarfyrirtæki sem gerir út fiskiskipið Steinunni SH-167. Eftir rannsókn á samrunanum taldi Samkeppniseftirlitið að ekki væri tilefni til íhlutunar þar sem ekki væru vísbendingar um að samruninn myndi eða styrki markaðsráðandi stöðu samrunaaðila á markaði málsins, eða raski samkeppni að öðru leyti með umtalsverðum hætti.