Ákvarðanir
Fjárhagslegur aðskilnaður hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 37/2021
- Dagsetning: 23/9/2021
-
Fyrirtæki:
- Slysavarnafélagið Landsbjörg
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Ýmsar neytendavörur sem ekki eru tilgreindar annars staðar (sérverslun)
-
Málefni:
Engin málefni finnast
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til skoðunar hvernig Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur fylgt fyrirmælum um fjárhagslegan aðskilnað annars vegar vegna starfsemi þar sem félagið nýtur opinberra fjárframlaga eða styrkja af almannafé og hins vegar starfsemi sem rekin er í samkeppni við aðra aðila. Málið á rætur sínar að rekja til ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins frá 2007.
Það er mat Samkeppniseftirlitsins að Landsbjörg hafi fylgt fyrirmælum ákvörðunarinnar en hins vegar mætti standa betur að upplýsingagjöf um fjárhagslegan aðskilnað sem er til þess fallin að eyða tortryggni keppinauta. Vegna þessa mælist Samkeppniseftirlitið til þess við Landsbjörgu að birta opinberlega á heimasíðu sinni greinargóðar upplýsingar um aðskilnaðinn og hvernig samkeppniseiningar félagsins taki þátt í sameiginlegum kostnaði og hvernig viðskipti á milli deilda séu eins og um ótengda aðila sé að ræða.
Á þessu stigi telur Samkeppniseftirlitið ekki forsendur til að aðhafast frekar vegna fjárhagslegs aðskilnaðar í starfsemi Landsbjargar. Verði hins vegar ekki farið að tilmælum Samkeppniseftirlitsins um bætta upplýsingagjöf kann að koma til þess að skilyrði eldri ákvörðunar frá 2007 verði tekin til endurskoðunar.