Ákvarðanir
Erindi Auðkennis hf. um framlengingu á undanþágu á grundvelli ákvæðis 15. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005, með síðari breytingum, vegna samstarfs banka og sparisjóða um öryggisbúnað í bankaþjónustu.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 1/2009
- Dagsetning: 12/1/2009
-
Fyrirtæki:
- Auðkenni hf
-
Atvinnuvegir:
- Fjármálaþjónusta
-
Málefni:
- Undanþágur
-
Reifun
Samkeppniseftirlitinu barst erindi frá Auðkenni hf. þar sem óskað var eftir því að undanþága, sem Samkeppniseftirlitið veitti á grundvelli ákvæðis 15. gr. samkeppnislaga með ákvörðun nr. 50/2006 vegna samstarfs banka og sparisjóða vegna kaupa, uppsetningar og reksturs á svokölluðum Todos-öryggisbúnaði í netbankaþjónustu, yrði framlengd til 31. desember 2011. Samkeppniseftirlitið taldi í ljósi aðstæðna unnt að fallast á þá beiðni.