Ákvarðanir
Samruni Fagkaupa ehf. og Hagblikks ehf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 15/2022
- Dagsetning: 10/6/2022
-
Fyrirtæki:
- Fagkaup ehf.
- Hagblikk ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Bygginga- og heimilisvörur (heimilistæki, föt, snyrtivörur)
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Fagkaupa ehf. og Hagblikks ehf. Starfsemi samrunaaðila skarast svo til ekki en starfsemi Hagblikks felst í innflutningi og sölu á þakrennukerfum, loftræstisamstæðum og blásurum, og loftræstisrörum/stokkum og fittings fyrir loftærstirör. Hlutdeild Fagkaupa í fyrrgreindum vöruflokkum er engin. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.