Ákvarðanir
Kaup Nesnúps ehf. á Aflhlutum ehf
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 21/2022
- Dagsetning: 26/9/2022
-
Fyrirtæki:
- Nesnúpur ehf.
- Aflhlutir ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Vélar og tæki
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Með ákvörðuninni var tekin afstaða til kaupa Nesnúps ehf. á Aflhlutum ehf. Nesnúpur ehf. sinnir byggingastarfsemi, verktakastarfsemi, kaup/sölu/rekstur véla, tækja og fasteigna, lánastarfsemi og skyldum rekstri. Felst dagleg starfsemi þess fyrst og fremst í rekstri fasteignaverkefna. Starfsemi Aflhluta ehf. felst í sölu og þjónustu á tækjalausnum og tækjabúnaði einkanlega til fyrirtækja í sjávarútvegi og til verktaka í iðnaði og stóriðju. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.