Ákvarðanir
Samruni Pennans hf. og Bókabúðar Keflavíkur ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 7/2006
- Dagsetning: 11/2/2006
-
Fyrirtæki:
- Penninn hf.
- Bókabúð Keflavíkur ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Bókaútgáfa og sala
-
Málefni:
- Samrunamál
- Reifun Samkeppniseftirlitinu barst tilkynning þar sem fram kom að Penninn hf. hefði keypt verslunarrekstur Bókabúðar Keflavíkur ehf. Af upplýsingum sem fram komu í tilkynningunni er ljóst að samlegðaráhrifa samrunans myndi fyrst og fremst gæta við smásölu á bókum, tímaritum og skrifstofuvörum. Ljóst var að staða Pennans er almennt mjög sterk á þeim sviðum viðskipta. Hins vegar voru samlegðaráhrif samrunans talin óveruleg þar sem Bókabúð Keflavíkur starfar á litlum landfræðilegum markaði þar sem Penninn starfrækir ekki aðrar bóka- eða ritfangaverslanir. Í ljósi þessa og með hliðsjón af öðrum gögnum málsins taldi Samkeppniseftirlitið samrunann ekki hindra virka samkeppni í skilningi samkeppnislaga og því ekki ástæðu til að aðhafast frekar vegna hans.