Ákvarðanir
Sala Gleðipinna II – samruni Gleðipinna hf., Kaupfélags Skagfirðinga svf., Háa kletts ehf., Granat hf., Hinir ehf., Jöklaborg ehf., Eldheima ehf. og ÞR ehf.
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 12/2023
- Dagsetning: 24/3/2023
-
Fyrirtæki:
- Kaupfélag Skagfirðinga svf.
- Gleðipinnar hf.
- Hái klettur ehf.
- Granat hf.
- Hinir ehf.
- Jöklaborg ehf.
- Eldheimar ehf.
- ÞR ehf.
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Matvörur
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samruninn varðar kaup nýs félags í eigu KS, Háa Kletts ehf., Granat hf., Hinna ehf., Jöklaborgar ehf., Eldheima ehf., og ÞR ehf., á Rush Iceland ehf., Keiluhöllinni Egilshöll, sportbar og veitingastaðnum Shake & Pizza af Gleðipinnum hf., Gleðipinnum hf. og hluta þess reksturs sem áður var í félaginu.
Eftir samrunann vera því framangreindir aðilar eigendur Rush trampólínsgarðs, Keiluhallarinnar Egilshöll og Shake & Pizza. Markaðir málsins þar sem áhrifa samrunans gætir eru markaður fyrir veitinga- og skyndibitastaði, markaður fyrir aðrar tilbúnar kaldar sósur og markaður fyrir afþreyingar- og íþróttastarfsemi, með fyrirvara um mögulegar þrengri markaðsskilgreiningar eins og fram kemur í ákvörðuninni.
Að mati SE var ekki tilefni til þess að íhlutast vegna samrunans enda leiddi hann ekki til myndunar á markaðsráðandi stöðu eða annarrar umtalsverðrar röskunar á samkeppni.