Ákvarðanir
Brot Geysis Green Energy á 17. og 19. gr. samkeppnislaga
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 37/2008
- Dagsetning: 25/6/2008
-
Fyrirtæki:
- Orkuveita Reykjavíkur
-
Atvinnuvegir:
- Orkumál
-
Málefni:
- Samrunamál
- Annað
- Reifun Með bréfi, dags. 8. ágúst 2007, var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Geysir Green Energy (GGE) á öllu hlutafé Jarðborana. Við meðferð samrunamálsins urðu verulegar breytingar á forsendum samrunans vegna samruna GGE við Reykjavík Energy Invest (REI). Var Samkeppniseftirlitinu ekki tilkynnt þar um og því síður var stofnuninni gerð fullnægjandi grein fyrir því þegar í stað er fallið var frá samruna GGE og REI. Í kjölfar þess að Samkeppniseftirlitinu hafði verið gerð grein fyrir breytingunum svaraði GGE ekki gagnaósk Samkeppniseftirlitsins innan tilskilins frests. Verður það að teljast sérlega ámælisvert þegar um samrunamál er að ræða. Lagði Samkeppniseftirlitið 500.000 króna sekt á GGE vegna þessara brota.