Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Artasan ehf. og Matar og pökkunar ehf

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 15/2023
  • Dagsetning: 19/5/2023
  • Fyrirtæki:
    • Artasan ehf.
    • Matur og pökkun ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Matvörur
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Artasan ehf. og Matar og pökkunar ehf. Artasan ehf. annast innflutning, skráningu, markaðssetningu og heildsölu á samheitalyfjum lausasölulyfjum og heilsuvörum í samvinnu við erlenda birgja. Matur og pökkun hefur með höndum heildsölustarfsemi og sérhæfir sig í að flytja inn og dreifa ýmsum matvörum, einkum sælgæti, kexi, þurrkuðum ávöxtum og hnetum, en einnig öðrum vörum, s.s. þrifa- og rekstrarvörum. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.