Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Kaup Eðalfangs ehf. á meirihluta hlutafjár í 101 Seafood ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 22/2023
  • Dagsetning: 3/7/2023
  • Fyrirtæki:
    • Eðalfang ehf.
    • Brimilshólar ehf.
    • Norðanfiskur ehf.
    • Eðalfiskur ehf.
    • 101 Seafood ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
    • Sjávarútvegur og fiskvinnsla
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Þann 5. júní 2023 var Samkeppniseftirlitinu tilkynnt um kaup Eðalfangs ehf. á 50,1% hlutafjár í félaginu 101 Seafood ehf.

    Eðalfang er eignarhaldsfélag. Félagið heldur utan um hlut í þremur félögum; Brimilshóla ehf., Norðanfisk ehf. og Eðalfisk ehf. Samstæðan sérhæfi sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og neytendapakkningar auk tengdrar starfsemi. Félagið er með aðsetur á Akranesi og í Borgarnesi.

    101 Seafood er rekstrarfélag á sviði innflutnings og sölu sjávarafurða. Félagið hefur sérhæft sig í innflutningi á skelfiski, t.d. frosnum og lifandi humri, kröbbum og hörpudiski, auk þess að kaupa hvítfisk á innanlandsmarkaði. Framangreindar vörur auk fleiri eru ætlaðar til áframvinnslu og sölu til stóreldhúsa og annarra aðila.

    Samrunaaðilar greina svo frá að markaður sem áhrifa gæti sé pökkun á sjávarafurðum í stóreldhús og í neytendapakkningar, sbr. fyrri ákvarðanir eftirlitsins. Telja samrunaaðilar líklegt að markaðurinn yrði talinn takmarkast við landið allt.

    Samkeppniseftirlitið fékk ekki séð að viðkomandi samruninn leiddi til þess að markaðsráðandi staða yrði til eða styrkist, eða að samruninn leiddi til þess að samkeppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, sbr. 17. gr. c samkeppnislaga. Af þeim sökum var það niðurstaða eftirlitsins að ekki væru forsendur til að aðhafast vegna þessa máls á grundvelli 17. gr. c samkeppnislaga og ljúka málinu þá á fyrsta fasa rannsóknar.