Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Samruni Orkunnar IS ehf., Skel fjárfestingafélags hf. og Wedo ehf.

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 19/2023
  • Dagsetning: 3/7/2023
  • Fyrirtæki:
    • Skel fjárfestingafélag ehf.
    • Orkan IS ehf.
    • Wedo ehf.
  • Atvinnuvegir:
    • Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
  • Málefni:
    • Samrunamál
  • Reifun

    Með ákvörðuninni var tekin afstaða til samruna Orkunnar IS ehf., Skel fjárfestingafélags hf. og Wedo ehf. Orkan IS ehf. starfar á markaði fyrir smásölu á dagvöru og rekur verslanir undir nafninu 10-11 og Extra ásamt þremur verslunum undir nafni Orkunnar. 

    Skel er fjárfestingafélag og Wedo er rekstraraðili Heimkaup en Heimkaup er netverslun með heimsendingarþjónustu, sem hefur sérhæft sig í dagvöru- og sérvörusölu til neytenda. Eftir rannsókn á samrunanum varð það mat Samkeppniseftirlitsins að ekki væri tilefni til íhlutunar vegna samrunans þar sem ekki væru vísbendingar um að markaðsráðandi staða væri að myndast eða að samruninn leiddi að öðru leyti til umtalsverðrar röskunar á samkeppni.