Ákvarðanir
Beiðni Símans hf. um endurupptöku á sátt fyrirtækisins og Samkeppniseftirlitsins sem fram kemur í ákvörðun nr. 6/2015
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 24/2023
- Dagsetning: 6/7/2023
-
Fyrirtæki:
- Síminn hf.
-
Atvinnuvegir:
- Fjarskipti, upplýsingatækni og fjölmiðlun
-
Málefni:
- Undanþágur
- Annað
-
Reifun
Með ákvörðun þessari er tekin afstaða til beiðni Símans um niðurfellingu skilyrða sem hvíla á fyrirtækinu á grundvelli sáttar frá 2015, sem gerð er grein fyrir í ákvörðun nr. 6/2015, Skipulag Símasamstæðunnar og aðgerðir til að efla samkeppni á fjarskiptamarkaði.
Er það niðurstaða eftirlitsins að grundvöllur sé til að fella úr gildi nokkur ákvæði, til viðbótar þeim sem féllu úr gildi samkvæmt sátt sem Samkeppniseftirlitið gerði við Ardian og Mílu, við sölu Mílu frá Símanum, sbr. ákvörðun nr. 16/2023.
Hins vegar telur Samkeppniseftirlitið að ekki sé tímabært að fella niður nokkur mikilvæg efnisskilyrði sem hvíla á Símanum samkvæmt einkum IV. og V. kafla sáttarinnar frá 2015. Varða þau einkum aðgreiningu þjónustuþátta hjá Símanum, bann við samkeppnishamlandi samningum og heildsöluviðskipti Símans. Mikilvægt sé áður að afla frekari reynslu af þeim breytingum sem urðu á fjarskiptamörkuðum við sölu Ardian á Mílu og leysa úr fyrirliggjandi kvörtunum og athugunum sem varða Símann. Er eftirlitið reiðubúið, í framhaldi af því, að skoða að nýju hvort tilefni sé að viðhalda einstökum skilyrðum.