Leit í úrlausnum: sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér fyrir neðan.

Ákvarðanir

Krafa um fjárhagslegan aðskilnað Borgarbyggðar á rekstri tjaldsvæðis

  • Sækja skjal
  • Málsnúmer: 25/2009
  • Dagsetning: 30/6/2009
  • Fyrirtæki:
    • Steinar
    • Borgarbyggð
  • Atvinnuvegir:
    • Samgöngur og ferðamál
    • Ferðaþjónusta
  • Málefni:
    • Samkeppni og hið opinbera
  • Reifun

    Í ákvörðun þessari var tekin til skoðunar kvörtun frá rekstraraðila tjaldsvæðis og veitingahúss að Fossatúni á rekstri sveitarfélagsins Borgarbyggðar á tjaldsvæði í Borgarnesi. Þess var óskað að sveitarfélaginu væri gert að aðskilja rekstur tjaldsvæðisins rekstri sveitarfélagsins á grundvelli 14. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Að mati kvartanda bjóði tjaldsvæði Borgarbyggðar upp á meiri þjónustu en lágmarksþjónustu og rekstrartölur sýni að sveitarfélagið niðurgreiði rekstur tjaldsvæðisins. Ekki sé ljóst hvernig slíkur rekstur samrýmist lögbundum skyldum sveitarfélaga samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 45/1998.

    Það var niðurstaða Samkeppniseftirlitsins að á grundvelli 1. mgr. 7. gr. laga um sveitarfélög, 70. gr. laga um náttúruvernd nr. 44/1999 og úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í máli nr. 6/1996 Grindavíkurbær gegn samkeppnisráði að sveitarfélögum sé heimilt að afmarka tjaldsvæði til að fólk geti fengið notið útivistar bjóði slík tjaldsvæði upp á lágmarksþjónustu. Í þeirri lágmarksþjónustu felst að boðið sé upp á fullnægjandi hreinlætisaðstöðu, aðstöðu til matar utandyra, aðgangs að rafstaurum með tenglum auk aðstöðu til að leggja húsbílum.

    Í málinu var komist að þeirri niðurstöðu að ekki væru lagalegar forsendur til íhlutunar Samkeppniseftirlitsins í málinu þar sem á tjaldsvæði Borgarbyggðar í Borgarnesi sé eingöngu í boði sú lágmarksþjónsuta sem ferðamenn geri kröfu um í dag og tjaldsvæðið falli þannig innan þess ramma sem lögbundnar heimildir veita sveitarfélögum til rekstrar tjaldsvæða.

Staða máls

Áfrýunarnefnd samkeppnismála

Úrskurðir