Ákvarðanir
Yfirtaka Norvik hf. á Bergs Timber AB
- Sækja skjal
- Málsnúmer: 43/2023
- Dagsetning: 7/12/2023
-
Fyrirtæki:
- Byko hf.
- Norvik hf.
- Bergs Timber AB
-
Atvinnuvegir:
- Neysluvörur, rekstrarvörur o.fl.
- Framleiðsla á byggingarefnum
-
Málefni:
- Samrunamál
-
Reifun
Samkeppniseftirlitið hefur haft til rannsóknar valfrjálst yfirtökutilboð Norvik hf. í allt hlutafé Bergs Timber AB. Norvik hf. er fjárfesingarfélag en eignir þess á Íslandi eru meðal annnars BYKO ehf. og fasteignafélagið Smáragarður ehf. Bergs Timber AB er sænsk fyrirtækjasamstæða sem samanstendur af hópi sjálfstæðra dótturfyrirtækja sem hvert á sinn hátt þróar, framleiðir og markaðssetur timburafurðir til ýmissa nota.
Um er að ræða lóðréttan samruna en að mati Samkeppniseftirlitsins verður ekki séð að samrunaaðilar komi til með að hafa getu eða hvata til útilokunar keppinauta og þar með valda sennilegri og umtalsverðri röskun á samkeppni vegna samrunans þannig að tilefni sé til íhlutunar af þeirri ástæðu.